Fundur í bókaklúbbnum í gær. Mætti þó ég hefði bara lesið aðra bókina sem var Glerkastalinn og ég las hana um jólin. Hin bókin var Konur eftir Steinar Braga, mikið umtöluð bók og í útláni á öllum bókasöfnum sem ég hef aðgang að. Verð að viðurkenna að eftir að hafa hlustað á stöllur mínar í gærkvöldi að ég er bara feginn því að hafa ekki náð í bókina. Reyndar var það samdóma álit þeirra að bókin væri mjög vel skrifuð. En Glerkastalinn virðist vera hreinar gleðibókmenntir í samanburði við Konur.
Ég held áfram að ströggla við ritgerðarsmíð. Finnst ég alltaf vera að fara einhverja Krísuvíkurleið. Tók mér reyndar smá pásu frá skrifunum því bóndi minn heimsótti höfuðborgarsvæðið í nokkra daga og mér fannst skemmtilegra að sinna honum aðeins :)
laugardagur, febrúar 21, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli