mánudagur, desember 22, 2008

Tölfræði og skautasvell

Rok og rigning. Sá skauta í nytjamarkaðnum fyrr í dag - hefði átt að kaupa svoleiðis því skautar eru skynsamlegasti fótabúnaðurinn hérna í augnablikinu. Skruppum aðeins út í sveit eftir hádegið og á meðan við stoppuðum breyttist veðrið skyndilega og við þurftum að lúsast heim á glerhálum þjóðveginum. Æsispennandi og góð æfing fyrir magavöðvana.
Síðdegis kíkti ég inn á HÍ-póstinn minn og sá kveðju frá tölfræðikennaranum - sem sagði að einkunnir væru komnar inn á vefinn og enginn hefði fallið. Það lá við að ég færi tvöfalt flikkflakk afturábak af kæti. Og enn frekar eftir að ég komst inn á vefinn og sá ég var langt frá falli.

Vill einhver kaupa tölfræðibækur? :-):-):-):-):-):-):-)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að hafa náð tölfræðiprófinu :-)

JóSk