miðvikudagur, desember 31, 2008
þriðjudagur, desember 30, 2008
mánudagur, desember 29, 2008
Appelsínustelpan
Fór í bókasafnið í dag og endurnýjaði skammtinn. Náði í m.a. í Appelsínustelpuna eftir Jostein Gaarder. Falleg ástarsaga og heimspekilegar vangaveltur eins og honum er einum lagið. Mæli með þessari bók. Samt er Kapalgátan ennþá uppáhaldsbókin mín eftir hann. Sá þegar ég var að leita að þessari bók á netinu um helgina að það sé búið að kvikmynda Appelsínustelpuna, hún verður frumsýnd í Noregi í febrúarlok. Mikið væri nú gaman að fá að sjá hana hérna líka.
sunnudagur, desember 28, 2008
Bókalestur
Í gær las ég Skuldadaga eftir Jökul Valsson og skemmti mér vel. Hann skrifar um dópdíler og ruglukoll á einstaklega skemmtilegan hátt. Í kynningunni segir að Matti sé hálflánlaus náungi. Ég verð nú bara að segja að hann sé ótrúlega heppinn.
Svo byrjaði ég aðeins á Nótt Úlfanna eftir Tom Egeland - hélt áfram í morgun og sleppti henni ekki fyrr en hún var búin. Hryllilega spennandi og skemmtileg. Heldur fullkomlega. Ég ætlaði út að labba á meðan það væri bjart. Kannski ég nái smáhring fyrst bókin er búin.
Svo byrjaði ég aðeins á Nótt Úlfanna eftir Tom Egeland - hélt áfram í morgun og sleppti henni ekki fyrr en hún var búin. Hryllilega spennandi og skemmtileg. Heldur fullkomlega. Ég ætlaði út að labba á meðan það væri bjart. Kannski ég nái smáhring fyrst bókin er búin.
laugardagur, desember 27, 2008
Hvíldardagur gyðinga
155 látnir eftir loftárásir á Gaza. Er ekki sabbat í Ísrael? Hvíldardagur gyðinga?
3. í jólum
Lögurinn er spegilsléttur og bleik ský spegla sig í honum. Ég ætla út í labbitúr í góða veðrinu. Bóndi minn sefur eftir næturvaktina. Búin að gera jólahreingerningu í tölvupóstinum - undarlegt hvað maður geymir - eða gleymir að henda.
fimmtudagur, desember 25, 2008
Gleðileg jól
Jólatréð á planinu fyrir utan Mjólkurstöðina dansar magadans og bjölluómur heyrist frá Glitnishreindýrinu í glugganum. Ég er pakksödd og les Verði sáttmálans eftir Tom Egeland.
mánudagur, desember 22, 2008
Tölfræði og skautasvell
Rok og rigning. Sá skauta í nytjamarkaðnum fyrr í dag - hefði átt að kaupa svoleiðis því skautar eru skynsamlegasti fótabúnaðurinn hérna í augnablikinu. Skruppum aðeins út í sveit eftir hádegið og á meðan við stoppuðum breyttist veðrið skyndilega og við þurftum að lúsast heim á glerhálum þjóðveginum. Æsispennandi og góð æfing fyrir magavöðvana.
Síðdegis kíkti ég inn á HÍ-póstinn minn og sá kveðju frá tölfræðikennaranum - sem sagði að einkunnir væru komnar inn á vefinn og enginn hefði fallið. Það lá við að ég færi tvöfalt flikkflakk afturábak af kæti. Og enn frekar eftir að ég komst inn á vefinn og sá ég var langt frá falli.
Vill einhver kaupa tölfræðibækur? :-):-):-):-):-):-):-)
Síðdegis kíkti ég inn á HÍ-póstinn minn og sá kveðju frá tölfræðikennaranum - sem sagði að einkunnir væru komnar inn á vefinn og enginn hefði fallið. Það lá við að ég færi tvöfalt flikkflakk afturábak af kæti. Og enn frekar eftir að ég komst inn á vefinn og sá ég var langt frá falli.
Vill einhver kaupa tölfræðibækur? :-):-):-):-):-):-):-)
sunnudagur, desember 21, 2008
Vetrarsólstöður
Það er svo fallegt að standa hérna í 7. himni og horfa yfir ljósum prýdda Egilsstaði og Fellabæinn. Snjór yfir öllu, jólatré bæði við mjólkurstöðina og annað lengra í burtu við kaupfélagið. En annars myrkur. Þetta er eins og útlent jólakort. Ég tími ekki að fara að sofa.
sunnudagur, desember 14, 2008
sjúkk!
Búin að skrifa síðustu skýrslu fyrir jól. Fékk 2 íslenskufræðinga að lesa yfir - önnur nýkomin úr prófarkarnámskeiði. Þannig að allt ætti að vera í lagi - nema kannski innihaldið ...
Er að taka til og fékk mér púrtvínsglas úr flösku sem lá undir skemmdum. :-) Hvissleis geng det hjá þér frænka?
Er að taka til og fékk mér púrtvínsglas úr flösku sem lá undir skemmdum. :-) Hvissleis geng det hjá þér frænka?
fimmtudagur, desember 11, 2008
Ólafía - þáttur á Rás 1
Árið 1976 var ég á leið eitthvað annað og stoppaði í Osló, ætlaði að vera í viku, en var eitthvað aðeins lengur eða 9 ár. En þarna fyrsta veturinn minn fór ég í menntaskóla, sumarhýran dugði stutt svo ég varð að finna mér vinnu og einhver mér vinveittur benti mér á kaffihús á Rodelökku sem vantaði aðstoð. Ég vann þar um veturinn 2 tíma daglega eftir skóla. Fóðraði nokkra kalla sem mest voru fastagestir með kaffi og aðallega brauði með spæleggi og karbonaði ef ég man rétt. Það var ekki fjölbreyttur matseðillinn en gekk alveg minnir mig. Allavega hélt það í mér lífi þann vetur. En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um - heldur Mekki - kallinn sem átti kaffihúsið sagði við mig einn daginn þegar hann yfirgaf staðinn. Þegar þú kemur á morgun skaltu koma í gegnum garðinn og skoða styttuna sem er í honum miðjum. Ég spurði af hverju hún væri og hann bara glotti og sagði - farðu bara og gáðu að því.
Ég náttúrlega forvitin og fór og kíkti og varð furðu sleginn þegar ég fann styttu af peysufatakonu sem hét íslensku nafni og svo stóð eitthvað fallegt undir. Þegar ég kom í vinnunna sagði hann mér að þessi kona hefði verið engill í hverfinu þegar hann var barn og hefði gert ótrúlegustu hluti fyrir fátæka. Ég man ekki til að hafa nokkurntíman fyrr heyrt um Ólafíu Jóhannsdóttur. Mörgum árum seinna var ég á Kvinneforum í Ósló og dró nokkrar vinkonur mínar í garðinn og sýndi þeim Ólafíu. Þær þekktu hana heldur ekki. En núna er búið að skrifa um hana bók eða bækur og leikrit. Henni er gert hærra undir höfði. Styttan - eða brjóstmyndin af henni í HÍ er orðin sýnilege en styttan í Ósló var færð úr friðsæla garðinum við Helgesensgötu þar sem fáir sáu hana yfir á subbulegt torg sem dúfurnar skíta á hana.
Það var þáttur um Ólafíu á Rás 1 í kvöld - endurtekinn frá 2003. - Fínn þáttur - þess vegna komu þessar minningar upp.
Ég náttúrlega forvitin og fór og kíkti og varð furðu sleginn þegar ég fann styttu af peysufatakonu sem hét íslensku nafni og svo stóð eitthvað fallegt undir. Þegar ég kom í vinnunna sagði hann mér að þessi kona hefði verið engill í hverfinu þegar hann var barn og hefði gert ótrúlegustu hluti fyrir fátæka. Ég man ekki til að hafa nokkurntíman fyrr heyrt um Ólafíu Jóhannsdóttur. Mörgum árum seinna var ég á Kvinneforum í Ósló og dró nokkrar vinkonur mínar í garðinn og sýndi þeim Ólafíu. Þær þekktu hana heldur ekki. En núna er búið að skrifa um hana bók eða bækur og leikrit. Henni er gert hærra undir höfði. Styttan - eða brjóstmyndin af henni í HÍ er orðin sýnilege en styttan í Ósló var færð úr friðsæla garðinum við Helgesensgötu þar sem fáir sáu hana yfir á subbulegt torg sem dúfurnar skíta á hana.
Það var þáttur um Ólafíu á Rás 1 í kvöld - endurtekinn frá 2003. - Fínn þáttur - þess vegna komu þessar minningar upp.
þriðjudagur, desember 09, 2008
Prentfrelsi
Er að vinna í eigindlegri aðferðafræði og rakst á þetta:
"... As the old saw has it, freedom of the press is reserved for the person who owns one."
Sitat frá Harry F. Wolcott: Writing Up Qualitative Research s. 64
Hann var nú reyndar bara að skrifa um hvernig maður ætti að skrifa en mér fannst þetta eiga vel við.
"... As the old saw has it, freedom of the press is reserved for the person who owns one."
Sitat frá Harry F. Wolcott: Writing Up Qualitative Research s. 64
Hann var nú reyndar bara að skrifa um hvernig maður ætti að skrifa en mér fannst þetta eiga vel við.
sunnudagur, desember 07, 2008
Járnkarlar og kerlingar
Tveir Kópavogsbúar voru að klára Ironman í Ástralíu. Hann var 11 klukkutíma og 41 mínútu og hún var 14 tíma og nokkrar sekúndur. Ég af fávisku minni hélt að þetta væri íþróttafrétt - en hún virðist ekki vera það af því að þau unnu ekki og þau voru ekki með neinn bolta. URR - en mikið rosalega finnst mér þau æðislega flott.
Í Ironman syndir maður fyrst 3,9 km - í sjónum -, svo hjólar maður 180 km og endar á því að hlaupa eitt maraþon... altsvo 42,2 km. Einhver til í að byrja að æfa ...?
Í Ironman syndir maður fyrst 3,9 km - í sjónum -, svo hjólar maður 180 km og endar á því að hlaupa eitt maraþon... altsvo 42,2 km. Einhver til í að byrja að æfa ...?
fimmtudagur, desember 04, 2008
Svæðisútvarpið lifir
Bravó - þeir hættu við að slátra svæðisútvarpinu! Jahérnahér - ég er svo hlessa - en mjög ánægð.
mánudagur, desember 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)