sunnudagur, febrúar 03, 2008

Canfield og Ívanov

Fór og hlustaði á Jack Canfield í Háskólabíói í gær. Undraðist að salurinn væri ekki fullur. Náunginn er flottur og góður fyrirlesari. Æddi svo heim, skipti um föt og fór í Þjóðleikhúsið að sjá Ívanov. Gaman að fara í leikhúsið, langt síðan ég hef séð eitthvað á aðalsviðinu. Mæli með sýningunni, það er náttúrlega afburðafólk sem stendur að henni og sviðsmyndin er snilld. Hlakka til að fara í bíó og sjá Brúðguman - sumsé Ívanov í íslensku nútímaumhverfi.

Engin ummæli: