föstudagur, febrúar 29, 2008

Álfarnir fá lánað

Get svo svarið það... - Mamma sagði alltaf ef eitthvað týndist að álfarnir hefðu fengið það lánað. Núna er yddarinn sem á heima í snyrtibuddunni minni og búin að vera týndur síðan um áramót kominn aftur á sinn stað. Ég er búin að leita í dyrum og dyngjum og mest í téðri snyrtibuddu. Já hérna - ég er orðin sannfærð aftur.

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Að gera það sem maður getur

Gott að láta minna sig á svona hluti - þetta kom í fréttabréfi frá Guðjóni Bergmann.

Ekki láta það sem þú getur ekki gert trufla þig frá því sem þú getur gert.
- John Wooden

sunnudagur, febrúar 24, 2008

púha

Loksins búin með vefverkefnið - það er allt of stutt og vantar örugglega einhvern helling í það sem ég bara fatta ekki. En þetta var samt mjög skemmtilegt. Nú er aðalvandamálið að ég þarf að finna umslag til að setja verkefnið í :-) Og svo er vont að hafa ekki aðgang að góðum litaprentara. En svona er það það er ekki allt eins og á er kosið. Núna þarf ég að undirbúa mig fyrir fyrirlestra morgundagsins og ætti eiginlega að finna út um hvað ég á að halda fyrirlestur á miðvikudaginn ... en en - það er bara að taka fyrir einn hlut í einu. En sumsé þetta er eitt fagn! vegna vefverkefnisins og svo er það yfir í næsta verkefni.

laugardagur, febrúar 23, 2008

Var svona hlýtt í fyrra?

Til að gleðja góðar konur :-).


Var að pæla fyrst hvort þetta væri feik myndband. Þótti veðrið of gott og fólkið of rólegt í tíðinni. Svo mundi ég allt í einu að ég var á Egilsstöðum síðasta sumar og missti af allri blíðunni í Reykjavík.

Tengillinn er eitthvað að fela sig - en það er hægt að kopiera þetta og ná í myndskeiðið svoleiðis. :) http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=5472

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Gaman í strætó

Fór í strætó í skólann í dag. Er komin í heilsuhóp hjá Rannveigu vinkonu minni og inn í þeim pakka er hálftíma hreyfing á dag - og Rope Yogað dugir ekki til. Það þarf að vera ganga eða e-a svoleiðis. Svo ég sameinaði göngutúrinn strætó og svo verslunarferð á leiðinni heim. En gamanið var á leiðinni heim í strætó. Settist við hliðina á laglegum ungum pilti - ég með útvarpið í eyrunum og ætlaði að hlusta á fréttir. Upp við Kringlu kom félagi piltsins inn og þeir fóru að spjalla. Eitthvað voru þeir að tala um bankarán og Spaugstofuna og ég fór að missa áhuga og einbeitingu á fréttunum þegar kunninginn spurði - var það satt að ykkur vantaði peninga fyrir ljósatíma? Nei - ekki vildi hann viðurkenna það - þeir voru víst orðnir eitthvað tæpir á bensíni drengirnir. Svo hélt hann áfram að ræða afbrotaferilinn sem hafði verið heldur klaufalegur og ég sá að við kunninginn áttum bæði jafn erfitt með að halda pókerfésinu. Enda sagði litli afbrotamaðurinn það rétt áður en ég fór úr strætó að félagar hans gerðu bara grín að honum. Ég vona bara að hann finni fljótlega eitthvað að gera sem er meira á hans sviði. Glæpir eru það greinilega ekki.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Kafsnjór í Reykjavík

Bóndinn lasinn á Egilsstöðum. Þar er bara blíða og snjórinn allur að bráðna. Hér aftur á móti er allt á kafi í snjó. Ætlaði á bílnum í skólann í dag, það var búið að skafa götuna og allt. Fór út horfði á bílinn, hló og sagði við Óla nágranna sem var búin að moka sinn bíl út að ég ætlaði bara í strætó. Viss um að ég hefði verið litlu fljótari að moka Litla Rauð út og ég var að vappa niður í Mjódd. Hitt er annað mál og mun fyndnara að Kópavogsmeginn voru allir göngustígar vel mokaðir, þar til nálgaðist undirgöngin. Og Reykjavíkurmegin var mun verra. Er þetta aðskilnaðarstefna? Tók svo leið 11 til baka og sá risaskafla við Hljómskálann. Ótrúlega flott. Strætó skilaði mér alla leið upp í Mjódd þar sem ég fór og keypti í matinn. Verulega flókið að komast frá Mjóddinni - yfir bílastæðið og í átt að undirgöngunum. Ganga eftir bílatroðningi milli hárra snæfjalla og finna troðning yfir ruðning þar sem hann var lægstur. Gríðarlega spennandi en er þó fegin að veturinn hér fyrir sunnan er yfirleitt frekar stuttur.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Hvaða ávöxtur hvað?

You Are a Strawberry

You are friendly, outgoing, and well liked by many people.
You are popular, but there's nothing you ordinary or average about you.

You a very interesting person, and you have many facets to your personality.
Sometimes you feel very conflicted. Your different sides of your personality pull at you.

You are a very sensual and passionate person. You are fiery... you can't help it.
In general, you keep your passionate side under wraps. You are only wild in private.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolludagur og bíóferð

Langur dagur í dag - byrjaði á að bóka tíma í endnote uppi í Hlöðu. Bráðnauðsynlegt að læra á þetta. Ekki er ég búin að fatta hvernig ég á að stilla þetta svo það skrái íslenskar heimildir rétt. Svo fyrirlestur hjá Ágústu sem endaði með heimsókn á bókasafnið í Norræna húsinu. Alltaf gott að koma þangað. Borðaði aðra bollu dagsins í kaffistofunni þar. Hún var verulega góð miklu betri en sú fyrsta :-). Svo var að það læra að skrá í Gegni - veit ekki hvað sú viska dugir lengi. Það var farið mjög hratt í hlutina. Þá var það lyklun - ég fékk frest á að skila verkefninu :-(. Var ekki alveg búin. En svo - ég er orðin rosaflink - fór ég með æskuvinkonum mínum að sjá Duggholufólkið. Skemmtileg ævintýramynd - fékk góða gæsahúð stundum. Vel gert og krakkar, lamb og hundur léku einkarvel. Landslagið og myndatakan skemmdu ekki myndina.

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Canfield og Ívanov

Fór og hlustaði á Jack Canfield í Háskólabíói í gær. Undraðist að salurinn væri ekki fullur. Náunginn er flottur og góður fyrirlesari. Æddi svo heim, skipti um föt og fór í Þjóðleikhúsið að sjá Ívanov. Gaman að fara í leikhúsið, langt síðan ég hef séð eitthvað á aðalsviðinu. Mæli með sýningunni, það er náttúrlega afburðafólk sem stendur að henni og sviðsmyndin er snilld. Hlakka til að fara í bíó og sjá Brúðguman - sumsé Ívanov í íslensku nútímaumhverfi.