þriðjudagur, júní 20, 2006
Níundi dagurinn
Kom ekki heim fyrr en að verða 7. Svo ég borðaði,vaskaði upp og horfði smá á fréttir - Furðulegt að rafmagn geti farið svona af álveri. Þetta er næstum eins og þegar hið ósökkvanlega fley Titanic sökk. Fór út og labbaði rösklega í 20 mínútur til vinkonu minnar, stoppaði smá og svo aðrar röskar 20 til baka. Það hlýtur að virka sem hálftími. Ég túlka það allavega svoleiðis. En þá er 9. dagurinn búinn og 12 eftir. :) Farin að hugsa um næsta átak. Held það verði að hætta að borða nammi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli