miðvikudagur, júní 28, 2006
skrítið
Bloggið bara æddi út áðan með fyrirsögn og engum texta. Skrítið. En það er að segja af 21 dags átakinu að það fór nokkuð illa í gær. Komst ekki úr vinnunni fyrr en að verða 6 og átti að vera mætt hrein og veltilhöfð á annan stað klukkan 7. Kom ekki heim fyrir en 23.30 og ákvað að ég mætti fresta gönguferðinni þar til í hádeginu í dag sem ég og gerði. Fór svo aftur í út núna eftir kvöldmat. Um helgina fór ég í nokkra fína labbitúra í dásamlegu veðri í sveitinni. Grillveisla og góður félagsskapur á laugardagskvöldið. Byrjaði svo smá föstu á mánudag og kláraði dæmið í dag. Líður alveg rosalega vel. En þetta mun vera 17 dagur í átaki og þá eru þrír eftir :)
laugardagur, júní 24, 2006
zzzzz
Gat bara ekki vaknað klukkan 6.30 í morgun svo Litli rauður þurfti að fara með mig í vinnuna. Hjólið er enn úti á svölum. Góður dagur í vinnunni - gat gert helling sem verður yfirleitt að sitja á hakanum. Fórum í heimsókn síðdegis og ég fékk að leika mér smástund á trampólíni - ekkert að svoleiðis - verst að ég get ekki fengið mér svona dót út á svalir. :) Borðaði pizzu, labbaði í 36 mínútur - þarf að stækka hálftímahringinn enn meir. 12 dagar búnir og 8 dagar eftir.
fimmtudagur, júní 22, 2006
ofvirk
Fór og keypti nýtt dekk í staðinn fyrir það sprungna. Tók ofvirkniskast eftir vinnu og þvoði gluggana og gluggatjöldin í stofunni. :) Ekki lítið ánægð með sjálfa mig. Elduðum hamborgara og svo skipti bóndinn um dekk á hjólinu mínu, svo ég get hjólað í vinnuna á morgun. Fór svo og labbaði í 40 mínútur. Þetta mun vera 11. dagurinn og þá eru 9 eftir.
miðvikudagur, júní 21, 2006
Sprungið á hjólinu
Ætlaði að hjóla í vinnuna í morgun. Var mætt algölluð niður í hjólageymslu þegar ég sá að afturdekkið var marflatt. Æddi upp aftur og skipti um föt í snarhasti og geystist af stað á Litla rauð sem eiginlega átti að fá að hvíla sig í dag. Bar hjólið upp eftir vinnu og parkeraði því á hvolfi út á svölum og sjá. Þarna glotti framan í mig stórt grænt glerbrot - nærri eins og vel skorinn demantur! Mikið vildi ég að bæjarstjórn Kópavog smitaðist af af nýrri borgarstjórn í Reykjavík og léti hreinsa bæinn. Ekki minnst sópa gangstéttir og stíga reglulega. Þarna í göngunum, þar sem ég held ég hafi fundið glerbrotið, eykst bara glerbrotasafnið. Ég held það hafi aldrei verið sópað í vor.
Náði göngutúrnum í dag og vel það. Labbaði í vinnuna síðdegis og aftur til baka - það eru 2x45 mínútur og reiknast bara gott. Þá eru 11 dagar eftir.
Náði göngutúrnum í dag og vel það. Labbaði í vinnuna síðdegis og aftur til baka - það eru 2x45 mínútur og reiknast bara gott. Þá eru 11 dagar eftir.
þriðjudagur, júní 20, 2006
Níundi dagurinn
Kom ekki heim fyrr en að verða 7. Svo ég borðaði,vaskaði upp og horfði smá á fréttir - Furðulegt að rafmagn geti farið svona af álveri. Þetta er næstum eins og þegar hið ósökkvanlega fley Titanic sökk. Fór út og labbaði rösklega í 20 mínútur til vinkonu minnar, stoppaði smá og svo aðrar röskar 20 til baka. Það hlýtur að virka sem hálftími. Ég túlka það allavega svoleiðis. En þá er 9. dagurinn búinn og 12 eftir. :) Farin að hugsa um næsta átak. Held það verði að hætta að borða nammi.
mánudagur, júní 19, 2006
unaðslegur mánudagur
Æddi beint út í gönguferð eftir vinnu - svei mér ef þetta er ekki bara að virka- þetta sé að verða vani. Stækkaði hringinn aðeins svo hann var nær 45 mínútur. Veðrið alveg æðislega gott, hlýtt og smágola. Gæti ekki verið betra. Bóndi minn komin heim og næstum búin að elda þegar ég kom heim. Rosalega heppin að eiga svona mann. Núna sit ég bara södd og sæl og bíð eftir að baðkerið losni. Þetta er áttundi dagurinn og núna á ég 13 eftir.
sunnudagur, júní 18, 2006
2 dagar í einu
Í gær fór ég bara í 4 tíma vapp um miðbæinn. Eða Reynimelur, miðbær, upp Laugaveg, niður Laugaveg, Skólavörðustíg, meiri miðbær og aftur vestur á Reynimel þar sem bíllinn minn stóð og beið. Rosafínt í bænum og fullt af fólki. Það sem ég tók best eftir að það var fólk á fullu að tína upp rusl, losa ruslafötur og halda bænum hreinum. Alveg til fyrirmyndar en það mætti nú kenna fólki að hætta að henda rusli á götuna. Voða skrítinn ósiður. Í dag var ég á útopnu að taka til og gera hreint heima hjá mér. Fór svo í hálftímagönguferð um dalinn. Æddi svo upp í búð að kaupa mjólk og mat fyrir manninn sem ég átti von á að skilaði sér heim um kvöldið. Kíkti svo í taílensku búðina í Engihjallanum og keypti smá ögn þar. Þar með er ég búin með fyrstu vikuna í 21 dags átakinu og á 14 eftir.
föstudagur, júní 16, 2006
rauð stígvél
Fór eftir vinnu og keypti mér fín rauð gúmmístígvél í Garðabænum. Vona að það verði til þess að það hætti að rigna svona mikið. Fór svo og vígði stígvélin í dalnum. Þau eru nú ekki eins lipur og gömlu hlaupskórnir en það var gott að losna við að verða blaut í fæturnar. Þetta er fimmti í gönguátaki - 16. eftir.
fimmtudagur, júní 15, 2006
Södd og sveitt
Ný ríkisstjórn í dag og ég náði hálftíma göngutúr eftir kvöldmatinn. Er samt að springa úr seddu. Þarf að taka mig á og vera gríðarlega dugleg í klukkutíma. Svo kemur tvöfaldur sjónvarpsskammtur. Fyrst húsmæðurnar og svo Lost - þetta verður illa seint fyrir kvöldsvæfa.
miðvikudagur, júní 14, 2006
þriðji í gönguátaki
Tókst að fara út og labba í röskan hálftíma í gærkvöldi og í dag hjólaði ég 7, fram og tilbaka í vinnuna, og labbaði svo í rúman hálftíma þegar ég kom heim. Hafði vindinn í bakið á leiðinni til vinnu og slapp líka vel á leiðinni heim. :) þrír dagar búnir - 18 eftir - já og ef ég missi úr dag verð ég að byrja aftur á 21 degi ...
mánudagur, júní 12, 2006
laugardagur, júní 03, 2006
speltflatbrauð
200 g spelt, fínmalað
100 g. spelt, grófmalað
1 tsk salt
1/2 dl. ólífuolía
1 1/2 dl sjóðandi vatn
1 msk kúmen
Setjið spelt í hrærivélarskál með salti, olífuolíu og kúmeni. Hellið sjóðandi vatninu saman við og hrærið á meðan. Skiptið deiginu í 8 hluta og fletjið út þunnar kökur. Hitið pönnu án olíu og steikið kökurnar.
fiskikæfufylling
100 g rækjur
100 g rjómaostur
1/2 dl pistasíuhnetur
1/2 msk límónusafi
örlítill hvítur pipar
Setjið allt sem á að fara í kæfuna í matvinnsluvél og maukið saman. Smyrjið flatkökurnar með kæfunni, leggið tvær og tvær saman eða rúllið upp.
100 g. spelt, grófmalað
1 tsk salt
1/2 dl. ólífuolía
1 1/2 dl sjóðandi vatn
1 msk kúmen
Setjið spelt í hrærivélarskál með salti, olífuolíu og kúmeni. Hellið sjóðandi vatninu saman við og hrærið á meðan. Skiptið deiginu í 8 hluta og fletjið út þunnar kökur. Hitið pönnu án olíu og steikið kökurnar.
fiskikæfufylling
100 g rækjur
100 g rjómaostur
1/2 dl pistasíuhnetur
1/2 msk límónusafi
örlítill hvítur pipar
Setjið allt sem á að fara í kæfuna í matvinnsluvél og maukið saman. Smyrjið flatkökurnar með kæfunni, leggið tvær og tvær saman eða rúllið upp.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)