mánudagur, júlí 29, 2013
Heimsóknir í sólina
Hef fengið alveg helling af dásamlegum heimsóknum. Fyrst kom Auður og byrjaði ferðina á Seyðisfirði en þangað þurfti ég að fara með Elínu Signýju á Lunga og ég sjálf á fund. Svo kom Silla og Ingó og stoppuðu í tvær nætur, við skruppum alveg út á Dalatanga í dásamlegu veðri. Svo fór Auður eftir góða dvöl og hafði fengið gott veður allan tímann og varð aldrei kalt. Og loks kom Jóhanna Skúla og fékk allaveganna veður. Við fórum t.d. í Skriðdal í kvenfélagskaffi á Arnhólsstaði og Fljótsdalshringinn og heimsóttum Magnhildi og skoðuðum fína skógarrjóðrið hennar og kirkjuna á Valþjófstað.
þriðjudagur, júlí 09, 2013
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)