laugardagur, janúar 28, 2012

Nammikúlur með gojiberjum

25-39 kúlur
1 dl möndlur
1 dl kasjúhnetur
1 msk gott dökkt kakó
1 dl all-bran venjulegt

5 döðlur í bleyti í 2 tíma
1 dl gojiber í bleyti í 2 tíma

All-bran og kakaó til að velta kúlunum í
Saxa möndlur og hneturnar í blandara
Svo restina í og blanda vel
Velta kúlunum upp úr muldu all-bran með smá kakaói í.
Geyma í kæli.

sunnudagur, janúar 01, 2012

Nýársdagur 2012


Ég sat í stúkusæti og horfði á flugeldasýninguna út um stofugluggann minn í gærkvöldi - en vantaði statíf undir myndavélina.
Fallegur dagur á Héraði svo ég ætla út og skoða nýárfærið.
Áramótaheitið er að hugleiða á hverjum degi næstu 40 daga og 30 mínútna labbitúr.