mánudagur, júlí 18, 2011
bleikar tær
Fór fyrsta labbitúrinn á bleiku táslunum. Gekk niður með Eyvindaránni. Vel klædd en berfætt í skónum. Fannst fínt að labba svona næstum berfætt :)
sunnudagur, júlí 17, 2011
Kópavogur - Egilsstaðir
Keyrði frá Kópavogi í brakandi blíðu. Skafheiður himin og hlýtt. Kom við hjá Auði og fékk dásamlegan ítalskan hádegismat og ís með rabbabarasósu á eftir - mmmmm. Keyrði í Borgarnes, hitti nöfnu mína og drakk kaffi. Þar var sólarlaust en veður ágætt.
Næsta stopp var Markaðurinn á Laugabakka, fékk þar kaffi og lummur og dáðist að handverki og sérstaklega búningum kvennana sem þarna voru. Hafði ætlað að líta á Bjarndísi á Hvammstanga en hún var á ættarmóti á Húsavík.
Gisti á Akureyri hjá Svövu og co sem voru í orlofsíbúð þar á besta stað. Frekar kalt á Akureyri en ekki námdar nærri eins og á Egilsstöðum þar sem ég hélt ég mundi drepast úr kulda. Keyrði 660,7 km frá Smiðjuveginum til Bónus á Egilsstöðum. það eru 660,7 km og og bensínið kostaði 10.800 krónur!
Næsta stopp var Markaðurinn á Laugabakka, fékk þar kaffi og lummur og dáðist að handverki og sérstaklega búningum kvennana sem þarna voru. Hafði ætlað að líta á Bjarndísi á Hvammstanga en hún var á ættarmóti á Húsavík.
Gisti á Akureyri hjá Svövu og co sem voru í orlofsíbúð þar á besta stað. Frekar kalt á Akureyri en ekki námdar nærri eins og á Egilsstöðum þar sem ég hélt ég mundi drepast úr kulda. Keyrði 660,7 km frá Smiðjuveginum til Bónus á Egilsstöðum. það eru 660,7 km og og bensínið kostaði 10.800 krónur!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)