sunnudagur, desember 26, 2010
Jólakveðjan
Tveim mánuðum eftir síðasta blogg - þá kemur jólabloggið. Borðaði mér til óbóta hjá Auði. Hún er alveg ótrúlega frábær kokkur og elskar að elda og gefa fólki að borða. Mikið er ég heppin. Fékk lánaðan risastóra (finnst mér) Grand Vitöru til að komast á milli staða á aðfangadag og jóladag. Varð að fá lánaðan því strætisvagnar aka ekki á höfuðborgarsvæðinu á jóladag. Undarlegt fyrirkomuleg finnst mér. En mikið er erfitt skipta frá pínulitlum bíl yfir í stóran. Ég hafði enga tilfinningu fyrir hvað bíllinn tók stórt pláss! Jólaknús til minna örfáu lesenda.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)