sunnudagur, júní 27, 2010

Dekur á Suðurlandi


Tók helgardekur á Suðurlandi í gær. Hitti Kötu í Hveragerði og vappaði um blómabæinn. Dásamlegt veður, þó það væri mikil aska í lofti, og hellingur af fólki á ferli. Skoðaði triljón sölubása og sá margt fallegt, prufaði m.a. gríðarþægilegan nuddpúða. Fórum á Selfoss. Keyptum núðlur á ágætum veitingatað og fórum með heim til Kötu þar sem ég vingaðist við köttinn hennar sem ég hafði ekki hitt fyrr. Kíktum á fornbílana á tjaldstæðinu. Margir fínir en vantaði uppáhaldsbílinn minn. Fórum svo á Eyrarbakka á jónsmessubálið í fjörunni. Þar var líka gríðarmikið af fólki.
Á sunnudag mættum við á Heilsustofnun NFLÍ - ég hafði fengið gjafakort í sund og tvo fyrir einn í mat. Hittum Eddu sem er á hælinu - og svo kom það fyndna sem sýnir fram að það borgar sig fyrir mig að skrásetja allt. Sundgleraugun mín eru ónýt - ég mundi ég henti þeim nýlega - í innilaug með söltu vatni. Og þar sem ég synti í söltu vatni í dásamlegu útilauginni á Heilsuhælinu - þá braut ég heilann um hvar ég hefði nýlega verið í söltu vatni. Og mundi ekki - mundi ég hafði verið með Auði - og í innlaug. Það var ekki fyrr en hálftíma seinna sem það rifjaðist upp yfir mér að það hefði verið í Vestmannaeyjum og ekki fyrir löngu síðan! Í hádeginu borðuðum við rosagóð eggaldin með steiktum kartöflum og sætum kartöflum og helling af öðru grænmeti. Vöppuðum um bæinn, hitti gamla rope yoga vinkonu sem var í gifsi, - og keypti púðann. Settum svo punktinn yfir i-ið með að fá okkur te og köku á hælinu.
Skutlaði Kötu heim og keyrði svo í halarófu heim í Kópó. Held röðin hafi verið nokkuð samfelld frá Grímsnesafleggjara og í bæinn. En gekk alveg þokkalega jafnt.

þriðjudagur, júní 22, 2010

Austurland í blíðskaparveðri



Fór niður í Hróarstungur með Guðrúnu og Pétri á sunnudag. Skoðaði fallega kirkju og fann gamlan traktor sem ég varð að máta.