Fór með að keyra Rúnu frænku út á flugvöll eldsnemma í morgun, svona til að kveðja og halda mágkonu hennar selskap á bakaleiðinni. Dásamlegt skýjafar, tvöfaldur regnbogi og fallegir sólstafir. Og sjórinn spegilsléttur.
Fórum svo í kirkjugarðinn þar sem við plöntuðum á leiði mömmu og pabba blákvisti, bleikum blómum sem ég held heiti Cosmos og svo tóbakshornum. Búnar að því fyrir klukkan 8 og fórum svo í kaffi í bakarínu í Suðurveri. Svona eiga sunnudagar að byrja!
sunnudagur, júní 14, 2009
sunnudagur, júní 07, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)