mánudagur, mars 30, 2009

sunnudagur, mars 08, 2009

8. mars

Hér fyrir austan bara snjóar og snjóar og snjóar ennþá meira. Fór aðeins út að labba í morgun, vantar snjóþrúgur! Hvar er vorið eiginlega? En það verður að viðurkennast að hvítur snjór skreytir veröldina.
Ánægð hvað konum gekk vel í prófkjörum helgarinnar. Mikið væri gaman ef helmingur þingheims næst yrði duglegar, greindar og samhentar konur. Það er passleg ósk á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

föstudagur, mars 06, 2009

kvart

Næstum búin að setja súrmjólk í kaffið. Reyndi að ræna kaffibolla mannsins fyrr í morgun. Er það nú furða að mér gangi brösulega með ritgerðina!