fimmtudagur, janúar 31, 2008
Bíóferð á miðvikudegi
Fór í bíó með saumaklúbbsystrum mínum í gær. Við sáum Death at a Funeral. Ég fíla breskan svartan húmor í tætlur og mæli með þessari mynd. Fórum svo heim með Bryndísi á eftir og fengum dásamlegan kjúklingarrétt - með tómötum, olívum og fetaosti og hefðbundna syndsamlega saumaklúbbstertu á eftir. Í dag ætlaði ég svo að hitta gamlar starfssystur í Hámu, en það var illa mætt - eins gott því Háma var stappfull af fólki og erfitt að fá pláss.
mánudagur, janúar 28, 2008
Bókalestur
Ég ætlaði rétt að kíkja í Bíbí eftir Vigdísi Gríms meðan ég borðaði kvöldmatinn. Núna er klukkan 22.30 og ég búin með bókina. Fattaði að ég gleymdi að starta þvottavélinni, hef ekki litið á námsefnið sem ég ætlaði að lesa í kvöld og hef trúlega líka gleymt að anda. Suss. Bót í máli er að ég kem ekki ólesin í bókaklúbbinn á föstudaginn.
laugardagur, janúar 26, 2008
Bókasafnið þitt á netinu
Sat í nokkra tíma uppi á Þjóðarbókhlöðu í dag og skoðaði útdrætti í fræðigreinum. Fann mjög skemmtilegar greinar í Náttúrufræðingnum og Sögu. En þegar ég var búin að því kíkti ég á norska bókasafnblaðið og rakst á snildarhugmynd. Bókasafnið mitt á netinu.
Það er meira að segja búið að íslenska síðuna að hluta en ekki hægt að beintengja við íslenskar bækur ennþá því miður. - Ég held samt maður geti það handvirkt. En slóðin er http://is.librarything.com. Svo skemmtilegt.
Það er meira að segja búið að íslenska síðuna að hluta en ekki hægt að beintengja við íslenskar bækur ennþá því miður. - Ég held samt maður geti það handvirkt. En slóðin er http://is.librarything.com. Svo skemmtilegt.
fimmtudagur, janúar 24, 2008
Þurfum líka mótgang
Jim Rohn er snillingur. Hann sagði "Life is part positive and part negative. Suppose you went to hear a symphony orchestra and all they played were the little, happy, high notes? Would you leave soon? Let me hear the rumble of the bass, the crash of the cymbals, and the minor keys."
Maður yrði hundleiður ef það væri bara hamingja og gleði, sól og blíða. Gott að láta minna sig á svona hluti þegar verkefnafarganið hellist yfir mann og Kuhlthau-heilkennið blómstrar.
Maður yrði hundleiður ef það væri bara hamingja og gleði, sól og blíða. Gott að láta minna sig á svona hluti þegar verkefnafarganið hellist yfir mann og Kuhlthau-heilkennið blómstrar.
sunnudagur, janúar 20, 2008
Sænskar spennubækur
Kláraði að lesa Stieg Larsson á föstudagskvöldið. Fékk þriðju og síðustu bókina lánaða í Borgarbókasafninu. Fór og skilaði einni skólabók í Kringlusafnið og álpaðist líka til að gá hvort þessi bók væri til. Jú - hún var það - en bara niðrá aðalsafni. Ég ákvað að lengja jólafríið ... og æddi niðreftir. Fann hana ekki, fékk aðstoð bókasafnfræðings sem hafði líka fallið fyrir þessum höfundi. Hún leitaði og leitaði og fann bókina loks á bak við. Þetta kennir manni að það borgar sig að spyrja. Jú - þriðja bókin var líka rosafín. Ofboðslega spennandi. Svo bætti ég við með meiri afþreyingu og horfði á Wallander í Sjónvarpinu. Lá svo og hugsaði um áður en ég fór að sofa - hvers vegna í ósköpunum fólk - bæði börn og fullorðnir - er svona duglegt við að "mobba" og passa upp á að sumum sé haldið fyrir utan hópinn og þeir teknir í gegn. Andstyggilegur eiginleiki í mannskepnunni.
miðvikudagur, janúar 16, 2008
góður punktur
People often say that motivation doesn't last.
Well, neither does bathing-that's why we recommend it daily.
Zig Ziglar
Well, neither does bathing-that's why we recommend it daily.
Zig Ziglar
miðvikudagur, janúar 09, 2008
Gullni áttavitinn og verkefnastúss
"Perseverance is the hard work you do after you get tired of
doing the hard work you already did." -- Newt Gingrich
Er að basla við að gera verkefni fyrir Landsbókasafnskúrsinn - 4.000 orð eru rosalega mikið og við finnum ekkert ægilega mikið um EDL verkefnið ... En við þrjár sem vinnum saman af þessu erum náttúrlega snillingar og ég veit að þetta verður allt sára gott hjá okkur.
Tók pásu og fór í Háskólabíó klukkan 5.30 og sá Gullna áttavitann. Fannst verulega skemmtilegt. Mér fannst Lýra alveg passa við þá mynd sem ég hafði gert mér af henni. Þori alveg að mæla með þessari myndi fyrir alla - kannski ekki mjög unga krakka en alla hina.
doing the hard work you already did." -- Newt Gingrich
Er að basla við að gera verkefni fyrir Landsbókasafnskúrsinn - 4.000 orð eru rosalega mikið og við finnum ekkert ægilega mikið um EDL verkefnið ... En við þrjár sem vinnum saman af þessu erum náttúrlega snillingar og ég veit að þetta verður allt sára gott hjá okkur.
Tók pásu og fór í Háskólabíó klukkan 5.30 og sá Gullna áttavitann. Fannst verulega skemmtilegt. Mér fannst Lýra alveg passa við þá mynd sem ég hafði gert mér af henni. Þori alveg að mæla með þessari myndi fyrir alla - kannski ekki mjög unga krakka en alla hina.
sunnudagur, janúar 06, 2008
laugardagur, janúar 05, 2008
Jólakötturinn og skörp áhöld
Síðasti sjens að setja inn mynd af jólakettinum. Hann vakir hér yfir öllu þegar komið er inn á Egilsstaði. Grimmdarlegur. Ég slapp við hann í ár. Bóndi minn reddaði sem sé málunum á síðasta augnabliki. Hef haft það alveg dásamlegt um jólafríinu - en alveg tilbúin að byrja í skólanum. Vona bara ég fá gott flugveður á mánudaginn.
Las í fyrradag Beitt áhöld – Sharp objects - eftir Gillian Flynn. Hryllileg bók – ég varð þunglynd af því að lesa hana.
Þetta er sálfræðileg spennusaga – allir eru meira og minna brenglaðir í henni. Mæli með henni ef fólk langar í almennilega dýfu en annars ekki. En annars þýðingin - hefur einhver heyrt talað um mjólkuregg? Fann einhversstaðar annars staðar sérkennilega þýðingu – orð sem ég hafði aldrei séð áður en man ekki hvað það var. Maður á að punkta svona niður strax.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)